01.09.2025

Sjálf­virk bílaþvottastöð opnuð á Sel­fossi

Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar sjálfvirk þvottastöð fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís.

Það var mikil hátíð við Olís á Arnbergi á Selfossi í morgun þegar sjálfvirk þvottastöð fyrir bíla var opnuð formlega en um er að ræða Glans þvottastöð í eigu Olís.

Það voru þau Ingunn Svala Leifsdóttir forstjóri Olís og Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, sem opnuðu stöðina formlega með borðaklippingu.

„Við erum gríðarlega stolt af þessari nýju stöð, sem er mjög vel tækjum búin og fer einstaklega vel með lakkið á bílum. Hún er líka umhverfisvænni heldur en aðrir kostir því það fer minna af spilliefni út í umhverfið en á öðrum stöðvum“, segir Ingunn Svala og bætir við.

„Ég er með það 100 prósent á hreinu að þessi nýja stöð á eftir að slá í gegn hér á Selfossi og á Suðurlandinu öllu. Þetta er stöð númer tvö, sem við opnum en við munum opna þrjár aðrar sambærilegar stöðvar fyrir lok árs“.

Nýlegar fréttir