Um okkur

Fyrirtækið

Reising byggingarfélag ehf. var stofnað í lok árs 2024 með skýra sýn: að sameina mikla kunnáttu í framkvæmdum, verkfræðilega hæfni og hagnýta reynslu í rekstri, sölu og markaðssetningu. Félagið sérhæfir sig í byggingu hágæða atvinnu- og íbúðarhúsnæðis hvort sem er stálgrindar- og límtrésburðarvirkjum ásamt staðsteyptum mannvirkjum.

Reising byggir á stöðluðum ferlum, ströngum öryggiskröfum og faglegu eftirliti með gæðum. Reising vinnur í nánu samstarfi við viðskiptavini, hönnuði, undirverktaka og birgja með það að markmiði að veita góða þjónustu og skila vandaðri vöru á réttum tíma.

Ásamt því að vinna að uppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar þá stendur Reising að byggingu eigin verkefna. Þar má nefna Stálhellu 18–22 og hefur félagið nú þegar tryggt sér lóðir fyrir eigin verkefni í framhaldi.

Verkin okkar

Helstu samstarfsaðilar

Raflausnir rafverktakar ehf.
Kraftlagnir ehf.
Grafa og grjót ehf.
Blikklausnir ehf.
Þaktak ehf.
TME – Gluggavinir
— auk öflugra erlendra og innlendra birgja.