Reising býður upp á heildarlausnir í atvinnuhúsnæði ásamt almennri verktöku.
Við hefjum samstarfið á að skilja reksturinn þinn, markmið og framtíðarsýn.
Reising vinnur náið með hverjum viðskiptavini að því ad móta lausn sem hentar bæði starfsemi og staðsetningu — ef óskað er, aðstodum við einnig við að finna hentuga lóð eða staðsetningu.
Við getum séð um alla hönnun: arkitektúr, burðarvirki, rafmagns- og lagnakerfi o.þ.h. Við setjum svo upp hönnunina í 3D líkan áður en framkvæmdir hefjast svo viðskiptavinurinn sjái nákvæmlega hvernig húsið mun koma til með að líta út áður en framkvæmdir hefjast.
Allt ferlið er unnið í beinu samtali viðskiptavininn.
Þegar hönnun og kostnaðaráætlun liggur fyrir er næsta skref að ganga frá samningi um framkvæmdina. Þar eru skilgreindir verkþættir, tímarammi og ábyrgð hvers aðila.
Við leggjum áherslu á gagnsæi og skýra verkferla, svo báðir aðilar hafi traustan grundvöll fyrir farsælu samstarfi áður en framkvæmdir hefjast
Við hjá Reisingu sjáum um framkvæmdina – frá jarðvinnu og undirstöðum yfir í fullbúið húsnæði. Byggt er með vottuðum og endingargóðum efnum frá traustum, evrópskum framleiðendum.
Við sjáum um alla verkþætti á borð við steypuvinnu, burðarvirki (stálgrind eða límtré), glugga/hurðir, dokkur, einangrun, klæðningar, raf- og pípulagnir. Allur innan- og utanhúsfrágangur er í okkar höndum.
Reising hefur mjög góð sambönd við öfluga birgja, bæði innanlands og erlendis, á öllum sviðum byggingariðnaðarins. Hvort sem um ræðir stál- eða límgrindur, yleiningar, grindverk, aksturshlið, hurðar, glugga eða annað getur Reising boðið gæði úr efstu hillu á samkeppnishæfum verðum.
Verkinu er ekki lokið þótt lyklar hafi skipt um hendur. Hjá Reisingu leggjum við áherslu á langtímasamstarf og faglega eftirfylgni.
Ef reksturinn krefst breytinga á húsnæðinu, fínstillingar eða aðlögunar á t.d. flæði, innra skipulagi eða tæknilegum lausnum, þá erum við áfram til staðar.
Reising tekur að sér almenna verktöku fyrir viðskiptavini. Við höfum mikla reynslu af verkefnastjórnun og byggingu bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Reising starfar með virkt gæðakerfi og vinnur með reynslumiklum iðnmeisturum á öllum sviðum.
Hvort sem verkefnið felur í sér nýbyggingu á lóð verkkaupa eftir tilbúnum teikningum eða afmarkaðri þætti þá getum við skoðað verkið og mótað kostnaðar- og tímaáætlun með verkkaupa. Við búum að öflugu neti af sterkum samstarfsaðilum á öllum sviðum byggingariðnaðarins.
Reising er líka innflutnings- og söluaðili á stál- og límgrindarhúsum, girðingum, aksturshliðum og öllum öðrum stærri innkaupum sem tengjast uppbyggingu húsnæðis.